Ægismenn gerðu góða ferð á Seltjarnarnesið í gærkvöldi þegar liðið vann öruggan sigur á Kríu í 4. deildinni í knattspyrnu.
Leikurinn endaði 2-4 en Ægismenn voru mun sterkara liðið í þessum leik og hefðu vel geta unnið leikinn með meiri mun.
Emanuel Nikpalj og Goran Potkozarac skoruðu sitthvort markið og Sigurður Óli Guðjónsson skoraði tvö mörk.
Næsti leikur Ægis er miðvikudaginn 12. júní í Þorlákshöfn þegar KFS frá Vestmannaeyjum mæta í heimsókn.