Digiqole ad

Baggalútur kemur fram á stórtónleikum Hafnardaga

 Baggalútur kemur fram á stórtónleikum Hafnardaga

Hafnardagar verða haldnir hátíðlegir venju samkvæmt helgina eftir verslunarmannahelgi. Reyndar gott betur, því dagskráin hefst strax þriðjudaginn 6. ágúst og stendur fram á sunnudagskvöld.

Það verður eitthvað um breytingar og nýjungar á hátíðinni í ár en það verður kynnt síðar.

Dísa Jakobs

En hér með er það gert opinbert að hljómsveitin og stuðkompaníið Baggalútur mun koma fram á stórtónleikum Hafnardaga ásamt Dísu Jakobs sem stígur á stokk með þessum miklu gleðipinnum.

Stórtónleikarnir verða haldnir í Skrúðgarðinum föstudagskvöldið 9. ágúst. Þannig ættu allir Ed Sheeran aðdáendur að geta andað léttar þar sem tónleikar hans verða laugardagskvöldið 10. ágúst, sem verður reyndar líka geggjað kvöld á Hafnardögum en það er önnur saga sem verður sögð síðar.

Endilega fylgist með með því að melda ykkur á facebook viðburð Hafnardaga 2019 og byrjið að hita upp með því að skella safnplötunni Allt gott frá Baggalút í græjurnar ykkar, hækka vel og syngja með!

Ert þú með góða hugmynd fyrir Hafnardaga?
Endilega komdu henni þá á framfæri hér á þessum link!