Bekkir komnir á Neshringinn

Í seinustu viku voru tveir bekkir settir niður á Neshringinn á fullkomnum stöðum fyrir þá sem vilja nýta þennan frábæra hring fyrir göngutúr. Hæfilega langt er á milli þeirra þannig að fólk getur hvílt lúin bein á leiðinni.

Tilvalið að nýta þetta frábæra veður til að taka smá göngutúr og mælum við þá að sjálfsögðu með Neshringnum.