Hellisheiði lokuð: Umferð er beint um Þrengslaveg

Vegfarendum er bent á að aka Þrengslin í dag.

Vegurinn um Hellisheiði verður lokaður í dag, 13. ágúst, vegna vinnu við malbikun milli Hveragerðis og Hellisheiðarvirkjunar.

Umferð í báðar áttir er beint um Þrengslaveg en vinnan á Hellisheiði mun standa frá kl. 9 og til miðnættis.