Þrengslin lokuð á morgun

Þrengslavegur verður lokaður á morgun, föstudaginn 16. ágúst, á milli klukkan 9 og 18 vegna malbikunar.

Vegfarendum er bent á að aka Hellisheiðina sem opnar á morgun en fólk er beðið að fara þar með gát þar sem unnið verður við vegrið á svæðinu á morgun.