Öruggur sigur Ægis og fyrsta sæti riðilsins gulltryggt

Ægismenn unnu öruggan 3-0 sigur á liði KÁ á Þorlákshafnarvelli þegar liðin mættust í D-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu.

Einn leikur er eftir af deildarkeppninni gegn Elliða í næstu viku en Ægismenn hafa nú þegar tryggt sér fyrsta sætið í D-riðlinum og munu þeir mæta liðinu í öðru sæti í C-riðli í átta liða úrslitum þegar að því kemur.