Vegurinn milli Faxabrautar og Nesbrautar lokar

Vegurinn á milli Faxabrautar og Nesbrautar verður lokaður frá og með 1. október næstkomandi en lokunin var samþykkt samhljóða á síðasti fundi Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar Ölfuss.

„Markmið lokunar er að minnka þungaumferð um Búðarhverfið og tryggja öryggi næði íbúa þar. Hestafólk getur enn sótt hesthúsahverfið líkt og áður en þungatakmarkanir verða settar í hverfinu og því þarf að fara með kerrur um Nesbraut, “ segir í bókuninni.

Starfsemi í tengslum við fiskeldin er bent á að öll umferð skal fara um Nesbraut.