Ægismenn í góðri stöðu eftir sigur í fyrri leiknum

Ægismenn gerðu góða ferð í Kópavoginn í kvöld þegar liðið vann nokkuð öruggan sigur á Ými í 8-liða úrslitum 4. deildar í fótbolta.

Á 17. mínútu kom Stefan Dabetic Ægismönnum yfir og var staðan 0-1 í hálfleik. Ægismenn voru aftur á ferðinni á 70. mínútu en þá kom Goran Potkozarac liðinu í 0-2.

Það reyndust lokatölur leiksins og Ægismenn því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Þorlákshöfn á þriðjudaginn. Það lið sem hefur betur úr tveimur leikjum fer áfram í undanúrslit.