Ægir vann deildina

Ægismenn unnu í dag úrslitaleik 4. deildarinnar þegar liðið vann Elliða 2-0 í Egilshöll.

Garðar Logi Ólafsson kom Ægismönnum yfir á 60. mínútu og bætti síðan Stefan Dabetic við marki á 80. mínútu. Ásgrímur Þór Bjarnason innsiglaði síðan 3-0 sigur Ægismanna á 94. mínútu leiksins

Frábær endir á frábæru tímabili Ægismanna sem munu leika í 3. deild á næstu leiktíð.