Bæjarstjórn ítrekar vilja sinn á að fá héraðsskjalasafnið í Ölfus

Frumhönnun að húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga
Frumhönnun að húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga

Héraðsskjalasafn Árnesinga hefur nú auglýst eftir samstarfsaðilum um stofnsetningu á framtíðahúsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga til langtímaleigu eða kaups. Húsnæðið þarf að vera 800-900 m2 með möguleika á stækkun.

Bæjarstjórn Ölfuss tók málið til umræðu á fundi þann 26. júní sl. og ítrekaði þá ósk sína að Héraðsskjalasafn Árnesinga virði þann margítrekaða vilja sem Sveitarfélagið Ölfus hefur sýnt og leiti leiða til að finna safninu framtíðarhúsnæði í miðbæ Þorlákshafnar.

Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram lóð í miðbæ Þorlákshafnar endurgjaldslaust og lagt fram frumhönnun að húsnæði.

Þá liggur einnig fyrir að í samstarfi við Sveitarfélagið Ölfus hafa einkaaðilar boðið Héraðsskjalasafni Árnesinga að byggja framtíðarhúsnæði í miðbæ Þorlákshafnar eftir kröfulýsingu Héraðsskjalasafnsins og leigja safninu það.