Þorlákshöfn fær að lágmarki 36 m.kr. á ári vegna Herjólfs

Hafnarstjórn Þorlákshafnar samþykkti nýverið nýjan samning við Vegagerðina um hafnaraðstöðu fyrir Herjólf í Þorlákshöfn. Samningurinn tryggir höfninni að lágmarki tekjur upp á rúmar 36 m.kr. á ári.

Grundvöllur samningsins er sem hér segir:
Fast árgjald: 15 milljónir kr.
Þjónustugjald greitt af rekstraraðila fyrir hverja viðkomu: 79.630 kr.
Lágmarksviðkomur tryggðar: 270 viðkomur.
Mánaðarlegt sorpgjald: 20.270 kr.

Ef Herjólfur hefur fleiri en 270 viðkomur í Þorlákshöfn þá koma auka greiðslur.