„Fáðu þér sæti!“ í Galleríinu undir stiganum

Mynd: Ágústa Ragnarsdóttir

Ljósmyndasýningin „Fáðu þér sæti!“ opnar fimmtudaginn 7. nóvember klukkan 17 í galleríinu undir stiganum í Bæjarbókasafni Ölfuss.

„Í lok sumars birtist lítil færsla á Facebook þar sem óskað var eftir myndum af stólum á Óseyrartanga. Skemmst er frá því að segja að færslan fór á flug og viðtökurnar voru framar öllum vonum, fjöldi mynda barst og því vel orðið sýningarhæft í Galleríi undir stiganum.“

Sýningin er samstarfsverkefni bókasafnsins og Ágústu Ragnarsdóttur, myndlistarkennara í FSu, og er opin á opnunartíma safnsins út nóvember.