Þórsslagur í 16-liða úrslitum

Mynd: Karfan.is / Guðlaugur Ottesen

Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikarkeppninnar í körfubolta í hádeginu í dag. Sannkallaður Þórsslagur verður í Þorlákshöfn því Þórsarar fá Þór frá Akureyri í heimsókn.

Gert er ráð fyrir að leikir 16 liða úrslita Geysisbikars fari fram dagana 5.-7. desember samkvæmt keppnisdagatali.