Sveitarfélagið Ölfus fær stofnframlag upp á rúmar 25 milljónir króna vegna bygginga á fjórum íbúðum við Egilsbraut 9, erindi þess efnis var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í morgun.
Eins og Hafnarfréttir hafa áður greint frá þá hefur verkefnið tafist þar sem seinkun var á niðurstöðu frá úthlutunarnefnd stofnframlaga hjá Íbúðalánasjóði en stefnt er að því að íbúðirnar verði tilbúnar á næsta ári.
Íbúðirnar verða nýttar sem íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélagsins sem leigðar verða eldri borgurum. Íbúðirnar verða 58 m2 að stærð, er áætlað heildarstofnvirði byggingarinnar 114.616.306 kr. og að þær verði tilbúnar á næsta ári.
Af þessum tæpum 115 milljónum króna mun koma 18% stofnframlag og 4% viðbótarframlag vegna byggingarinnar að upphæð 25.215.587 kr.