Ljósin tendruð á jólatrénu við Ráðhúsið

Ljósin á jólatrénu við Ráðhúsið verða tendruð við hátíðlega athöfn þann 1. desember næstkomandi klukkan 18.

Kórar Grunnskólans í Þorlákshöfn syngja nokkur lög, Lúðrasveit Þorlákshafnar spilar, Kiwanismenn bjóða upp á heitt kakó og svo er aldrei að vita nema jólasveinarnir kíki á svæðið og dansi kringum jólatréð með börnum og fullorðnum.

Takið daginn frá og njótum saman fyrsta sunnudags í aðventu.