Þór fær ÍR í heimsókn

Mynd: Bára Dröfn / Karfan.is

Í kvöld fer fram mikilvægur leikur í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn þegar Þór fær ÍR í heimsókn í Domino’s deildinni í körfubolta.

Bæði lið eru með 8 stig og það lið sem sigrar í kvöld fer í 5. sætið með jafn mörg stig og Íslandsmeistarar KR.

Leikurinn hefst klukkan 18.30. Fjölmennum og styðjum okkar menn til sigurs.