Þrengsli, Hellisheiði og Suðurstrandarvegur loka á morgun ef veðurspáin stendur

Á morgun, þriðjudag, er spáð aftakaveðri víða á landinu og ef spáin gengur eftir munu vegirnir um Þrengsli, Hellisheiði og Suðurstrandarveg verða lokaðir.

Áætluð lokun um Þrengsli og Hellisheiði er klukkan 12 á morgun og munu vegirnir opna aftur klukkan 13 á miðvikudag. Suðurstrandarvegur mun loka klukkan 13 og opna aftur klukkan 13 á miðvikudag.

Ef veðurspá breytist – eða aðrar aðstæður – verður tekið mið af því. Reynt verður eftir megni að halda aðalleiðum opnum, segir á vef Vegagerðarinnar.