Njótið samverunnar inni við í dag

Eins og öllum landsmönnum ætti að vera ljóst þá er ófremdarástand í boði íslenskrar veðráttu í dag og fram á morgundaginn. Mælt er eindregið með því að fólk haldi sig innandyra þegar veðrið skellur á.

Þetta er því tilvalinn dagur til þess að kveikja á kertaljósum og eiga gæða samverustund með fjölskyldunni, til dæmis við jólaundirbúning.

Ég deili hér með ykkur uppskrift að uppáhalds smákökum dóttur minnar sem við mælum með að þið prófið í dag, en aðeins ef þið eigið öll innihaldsefnin til, því KR verslunin lokar kl. 17 á sama tíma og við ættum öll að vera komin í skjól.

Gullmolar

1 1/2 bolli hveiti
3/4 tsk. matarsódi
3/4 tsk. salt
3/4 bolli púðursykur
3/4 bolli mjúkt smjör
1 egg
1/2 tsk. vanilla
11/2 bolli súkkulaðidropar
1 bolli grófsaxaðar pekanhnetur

Hitið ofhinn í 190° C. Blandið saman hveiti, matarsóda og salti og setjið til hliðar. Þeytið púðursykur og smjör þar til það er létt í ca 4 mín. Bætið þá eggi og vanillu út í og blandið vel saman.

Hrærið þessu smátt og smátt saman við þurrefnin og blandið að lokum súkkulaðidropunum og pecanhnetunum saman við. 
Notið teskeið til að setja hæfilegar kúlur á bökunarplötur.
Bakið í 8—10 mínútur.

Látið standa í 2 mínútur áður en kökurnar eru teknar af plötunni, látið kólna alveg.

Tilvaldar smákökur til að njóta yfir huggulegri bíómynd og kertaljósum í kvöld!

Lægðin í beinni