Jóhanna María Ingimarsdóttir er fullt nafn Jóu sem flestir íbúar í Þorlákshöfn kannast við. Hún er Ölfusingur vikunnar að þessu sinni. Það tókst að fá hana til þess að svara spurningunum, en hún hefur í fjölmörg horn að líta þessa dagana þar sem undirbúningur fyrir Þorrablótið er í hámarki. Jóa er í Þorrablótsnefnd og vonast til að sjá sem flesta á blótinu. Við á Hafnarfréttum tökum undir það og hvetjum fólk til að mæta, þetta snýst jú allt á endanum um að fólk taki þátt og mæti, enda verður enginn svikinn af því þar sem um stórskemmtilegan viðburð er að ræða.

Fullt nafn:
Jóhanna María Ingimarsdóttir

Aldur:
 61 ára, fædd 28. október 1958.

Fjölskylduhagir:
Einhleyp

Starf:
Bankastarfsmaður

Hvað ertu búin að búa í Ölfusi í langan tíma?
Alla mína ævi

Hver er uppáhalds maturinn þinn?
Humar

Áttu þér uppáhalds bók, hver er hún?
Nei, en ég fékk góða bók í jólagjöf sem heitir Menntuð eftir Tara Westover.

Hvaða kvikmynd getur þú horft á aftur og aftur?
Love Actually

Hvað hlustar þú mest á?
Tónlist frá 80 tímanum en er líka hrifin af Pink og Adele

Hver er þinn uppáhaldsstaður í Ölfusi?
Ég ber taugar í Selvoginn og líður alltaf vel í kyrðinni þar

Hvernig hressir þú þig við þegar þess þarf?
Ég er dugleg að sækja viðburði hér í Þorlákshöfn og hitta fjölskyldu og vini

Hver er þín helsta fyrirmynd?
Foreldrar mínir Herta Ágústsdóttir og Ingimar Guðnason

Hvaða lag fær þig til að dansa?
Einn dans við mig með Hemma Gunn

Hefur þú grátið af gleði? Ef svo, hvað aðstæður kölluðu fram gleðitárin?
Já og það eru gleðistundir með Halldóri Rafni, Ingimari Rafni og Matthíasi Rafni og eru þær margar

Hvað elskar þú við Ölfus?
Vináttan og samhugur sem er í samfélaginu hérna í Ölfusi

Hvað myndir þú vilja sjá í Ölfusi sem ekki er hér nú þegar?
Það eru mál eldri borgara eins og heimili fyrir eldri borgara og hjúkrunarheimili, ég er nú að nálgast eldri árin

Hver er uppáhalds æskuminningin þín?
Að fara í bíltúr út i sveit með teppi og nesti

Hvert dreymir þig um að fara?
Aftur til Flórída

Áttu þér uppáhalds mottó, eða einhver orð sem þú hefur í huga dags daglega?
Standa mig sem best í því sem ég er að gera

Hvað er framundan hjá þér?
Bara gleði

Eitthvað að lokum?
Já ég er í þorrablótsnefnd þar sem er nóg að gera og ég vonast til að sjá sem flesta á blótinu!