Reykjadalur lokaður tímabundið

Búið er að loka Reykjadal í Ölfusi fyrir allri umferð tímabundið til að forða því að vegfarendur setji sig í hættu og einnig til að gera gróðri í dalnum kleift að jafna sig eftir leysingar undanfarið.

Á göngustígnum við hverasvæði og við baðstaðinn er mikil aurbleyta og nauðsynlegt að gróðurþekjan nái að jafna sig. Svæðið verður opnað á ný þegar aðstæður leyfa.