Digiqole ad

Leikskólinn Bergheimar fékk þriðja grænfánann

 Leikskólinn Bergheimar fékk þriðja grænfánann

Síðastliðinn miðvikudag fékk Leikskólinn Bergheimar afhentan þriðja grænfánann sinn en Margrét Hugadóttir frá Landvernd afhenti skólanum fánann.

„Börnin sungu lagið Vertu til er vorið kallar á þig og var Margrét með grænfánaleikfimi og tóku allir þátt. Búið var til líkan af Þorlákshöfn í vetur og komu öll börnin á leikskólanum að gerð þess. Líkanið tengist grænfánaverkefni þar sem þemað að þessu sinni var átthagar og landslag.“ Segir á heimasíðu Bergheima.

Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.

Margrét Hugadóttir afhendir Dagnýju Erlendsdóttur leikskólastjóra þriðja grænfánann.