Dagskrá 17. júní í Þorlákshöfn

Það verður nóg um að vera á 17. júní í Þorlákshöfn. Fimleika- og körfuboltadeild Þórs sjá um dagskrána á þjóðhátíðardaginn í ár og er hún fjölbreitt og skemmtileg eins og sjá má hér að neðan.

Kl. 09:00 Fáni dreginn að húni

Kl. 10:30-11:30 Fimleikafjör í íþróttahúsinu fyrir börnin

Kl. 13:30 Skrúðganga frá Grunnskólanum

Kl. 14:00-14:30 Hátíðardagskrá í skrúðgarði
– Ávarp bæjarfulltrúa
– Hátíðarræða nýstúdents
– Lúðrasveit Þorlákshafnar leikur lög
– Fjallkonan les upp ljóð

Kl. 14:30-16:00 Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna í skrúðgarði
– Anna Margrét og Sveinbjörn flytja nokkur lög
– Wally trúður
– Lalli töframaður
– Hoppukastalar
– Börnum boðið á hestbak
– Andlitsmálun
– Blaðrarar á svæðinu frá kl. 14:00-16:00
– Körfuboltafjör á ráðhúsvellinum kl. 15:00

Kl. 15:00-17:00 Kaffisala í ráðhúsinu