Ölfusingar gerðu góða hluti í Hengill Ultra hlaupinu

Þrír uppaldir Þorlákshafnarbúar gerðu góða hluti í Salomon Trail Hengill Ultra hlaupinu sem fram fór í Hveragerði og Ölfusi um síðustu helgi.

Ásta Björk Guðmundsdóttir hljóp hvorki meira né minna en 100 kílómetra sem er lengsta utanvega hlaup á Íslandi. Ásta endaði í 2. sæti í kvennaflokki á tímanum 16:52:56.

Systkinin Magnús Þór Valdimarsson og Bryndís Ósk Valdimarsdóttir hlupu 10 kílómetra. Magnús gerði sér lítið fyrir og vann hlaupið karlamegin á tímanum 00:42:33. Bryndís endaði í 7. sæti á tímanum 00:51:40.

Hafnarfréttir óska okkar fólki til hamingju með frábæran árangur!