Góður sigur í fyrsta leik

Ægismenn byrjuðu Íslandsmótið í 3. deild af krafti í gærkvöldi þegar þeir unnu öruggan 2-0 sigur á Vængjum Júpíters á Þorlákshafnarvelli.

Goran Potkozarac skoraði fyrsta mark Ægis á 16. mínútu og Sigurður Óli Guðjónsson gulltrygði sigurinn á 85. mínútu.

Aðstæður voru frekar erfiðar þar sem sterkur vindur gerði leikmönnum oft erfitt fyrir en Ægismenn létu það ekki á sig fá og tóku stigin þrjú sem í boði voru.