Ægir hlaut háttvísisverðlaunin á N1 mótinu

Fimmti flokkur Ægis stóð sig frábærlega á N1 mótinu sem fram fór á Akureyri um helgina. Að sjálfsögðu voru allir í liðinu til fyrirmyndar og hlaut liðið háttvísisverðlaun mótsins.

Það var svo sem ekki við öðru að búast af þessu frábæra liði. Innilega til hamingju.