Auður á leið á EM í hópfimleikum 2021

Landsliðsþjálfarar íslensku hópfimleikaliðanna hafa valið landsliðshópa fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Kaupmannahöfn á næsta ári. Þorlákshöfn mun eiga þar frábæran fulltrúa en Auður Helga Halldórsdóttir var valin í stúlknalið í unglingaflokki.

Yfirþjálfarar landsliðsverkefnisins eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir en þau eru meðal reyndustu þálfara Íslands.

Auður var valin fimleikakona Selfoss fyrr í sumar þar sem hún hefur æft frá unga aldri en þálfarar hennar eru Tanja Birgisdóttir, Mads Pind, Margrét Lúðvígsdóttir og Sigrún Ýr Magnúsdóttir.

Frábær íþróttakona hún Auður en hún er ekki bara afrekskona í fimleikum heldur er hún einnig á kafi í fótbolta og var til að mynda eina stelpan af Suðurlandinu í U15 sem valin var í úrtakshóp KSÍ fyrir síðustu jól.