Íbúar Ölfuss aldrei verið fleiri

Íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi hafa aldrei verið fleiri en 1. september síðastliðinn voru íbúarnir 2306 talsins.

Á sama tíma í fyrra voru íbúar Ölfuss 2244 og 1. september 2018 voru þeir 2143 .

Þá má geta þess að í byggingu eða undirbúningi eru nú þrjár blokkir, 80 par- og raðhús og 25 einbýlishús í sveitarfélaginu.