Vegleg verðlaun í jólalagakeppni Hljómlistafélagsins

Hljómlistafélag Ölfuss efnir til jólalagasamkeppni fyrir þessi jól. Allir geta tekið þátt í keppninni og verðlaunin eru vegleg, 20.000 kr. gjafakort í Hljóðfærahúsinu, HD 200 Pro heyrnartól frá Pfaff og JBL Xtreme hátalari frá Símanum.

Til að taka þátt þarf að senda frumsamið jólalag á hljomlistafelagolfuss@gmail.com fyrir 1. desember. Lagið þarf ekki að vera fullunnið, nóg er að taka upp, t.d. á símann. Í dómnefnd eru þau Salka Sól, Lára Rúnars og Elliði Vignisson. Nú er um að gera að dusta rykið af hljóðfærunum, ræsa raddböndin, skella í eitt gott jólalag og senda inn í keppnina.