Sunnudaginn 29. nóvember verða ljósin tendruð á jólatrénu við ráðhúsið. Í samræmi við sóttvarnaráherslur verður það með breyttu sniði þetta árið.

Í stað þess að koma saman við jólatréð munu jólasveinarnir taka léttan hring og heilsa upp á börnin sem á vegi þeirra verða.

Jólasveinarnir leggja af stað kl. 17:00 og fara sem leið liggur upp Selvogsbraut, út Hafnarberg að Egilsbraut, niður að Skálholtsbraut og þar aftur inn að jólatrénu.

Fólk er minnt á að safnast ekki saman við jólatréð heldur dreifa sér á gönguleið jólasveinanna og muna tveggja metra regluna.