Jón Guðni í sænsku úrvalsdeildina

Íslenski landsliðsmaðurinn og Þorlákshafnardrengurinn Jón Guðni Fjóluson hefur samið við Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni en samningurinn er til þriggja ára.

Jón Guðni spilaði síðast fyrir Brann í Noregi en hann þekkir vel til sænsku úrvalsdeildarinnar þar sem hann hefur leikið með Sundsvall og Norrköping.