Digiqole ad

Þórsarar í 2. sæti eftir frábæran sigur á Akureyri

 Þórsarar í 2. sæti eftir frábæran sigur á Akureyri

Þórsarar sitja í 2. sæti Dominos deildar karla í körfubolta eftir sterkan 75:91 sigur gegn nöfnum sínum á Akureyri.

Sigurinn var verðskuldaður þar sem Þorlákshafnardrengirnir leiddu allan leikinn en þó var munurinn yfirleitt í kringum tíu stigin mestan part leiks. Heimamenn náðu aldrei að minnka muninn almennilega og Þórsarar áttu alltaf svör ef Akureyringar skoruðu.

Eftir leiki kvöldsins fóru Þórsarar upp fyrir Stjörnuna í 2. sæti deildarinnar með betri innbyrðis úrslit. Eftir tíu umferðir eru Þórsarar með 7 sigra og 3 töp og er það besti árangur liðsins fyrstu tíu umferðirnar síðan tímabilið 2012-13.

Tölfræði leiksins má sjá hér: https://www.kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikur?league_id=190&season_id=118319&game_id=5222627#mbt:6-400$t&0=1

Næsti leikur Þórsara er 28. febrúar gegn Njarðvík eftir tveggja vikna landsleikjahlé.