Þolló Quiz í kvöld – Spurningakeppni fyrir alla fjölskylduna

Afmælisnefndin sem er þessa dagana að setja saman dagskrá í tilefni 70 ára afmælis Þorlákshafnar ætlar að hafa afmælisupphitun um páskana með skemmtilegri og fræðandi spurningakeppni í kvöld, laugardaginn 3. apríl, klukkan 20.

Spurningakeppnin er fyrir alla fjölskylduna í beinu streymi. Streymið verður aðgengilegt á eftirfarandi slóð: https://vimeo.com/event/851064

Það sem þið þurfið að vera búin að gera áður en streymið hefst kl. 20 er að ná í app í símana ykkar sem heitir Kahoot. Það er frítt og mjög aðgengilegt og um að gera að setja appið upp í alla síma á heimilinu svo allir geti spilað með.

Náðu í Kahoot í apple síma: https://apps.apple.com/us/app/kahoot-play-create-quizzes/id1131203560
Náðu í Kahoot fyrir Android síma: https://play.google.com/store/apps/details?id=no.mobitroll.kahoot.android&hl=en&gl=US

Þetta er í raun það eina sem þarf að undirbúa til að geta tekið þátt, hafa Kahoot klárt í símanum og opna svo streymið í tölvu fyrir kl. 20.

Spurningarnar semur Ágústa Ragnarsdóttir sem mun einnig stjórna útsendingu ásamt hinni einu sönnu Sirrý Garðarsdóttur.

Þá munu feðginin Jón Óskar Erlendsson, Eva Þórey Jónsdóttir og Ásdís Karen Jónsdóttir spila og syngja vel valin lög.

Í verðlaun fyrir stigahæsta keppandann verður stærðarinnar páskaegg!

Ágústa og Sirrý munu svo leiða ykkur í gegnum reglur keppninnar, segja ykkur nánar frá því hvernig Kahoot virkar og allt sem þið þurfið að vita.

Gleðilega hátíð allir!