Ægismenn unnu öruggan 3-0 sigur á Augnabliki þegar liðin mættust á Þorlákshafnarvelli í 3. deild karla í fótbolta í gærkvöldi.
Cristofer Moises Rolin skoraði fyrsta mark Ægis á 7. mínútu leiksins og Dimitrije Cokic bætti við öðru marki á 28. mínútu. Brynjólfur Þór Eyþórsson gerði svo endanlega út um leikinn þegar fjórar mínútur lifðu af venjulegum leiktíma og því mikilvægur 3-0 sigur í höfn.
Eftir leikinn sitja Ægismenn í 3. sæti deildarinnar með 20 stig, einu stigi á eftir Augnabliki sem situr í 2. sæti. Næsti leikur Ægismanna er gegn Elliða á heimavelli eftir viku, fimmtudaginn 22. júlí.