Mikil fjölgun íbúa á milli ára og fáar íbúðir til sölu

Mikil fjölgun hefur átt sér stað í Ölfusi undanfarin ár og núna á einu ári hefur íbúum sveitarfélagsins fjölgað um 6,1 prósent. Þá voru íbúar Ölfuss voru 2.437 1. september 2021 en voru 2.323 1. desember 2020 samkvæmt Þjóðskrá.

Þessa miklu fjölgun má glögglega sjá með því að skoða fasteignaauglýsingar en þegar þessi frétt er skrifuð eru aðeins sex íbúðarhúsnæði til sölu í Ölfusi. Fimm eru í Þorlákshöfn og eitt í dreifbýlinu, aðrar eignir þar inni eru seldar og/eða í fjármögnunarferli.

„Til að styðja við þróunina er nú unnið að því að skipuleggja ný íbúðarhverfi, hanna nýjan leikskóla, bæta þjónustu við aldraða og allt það annað sem einkennir gott samfélag,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri á Facebook síðu sinni um þessa jákvæðu þróun í Ölfusi.