Digiqole ad

Þór meistari meistaranna – Sömu lið mætast aftur í vikunni

 Þór meistari meistaranna – Sömu lið mætast aftur í vikunni

Mynd: Karfan.is / JBÓ

Þórsarar eru meistarar meistaranna eftir öruggan sigur á bikarmeisturum Njarðvíkur síðastliðið laugardagskvöld.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar leiddu 57-59 í hálfleik. Þórsarar áttu frábæran þriðja leikhluta þar sem þeir náðu mest tuttugu stiga forskoti. Njarðvíkingar reyndu hvað þeir gátu að saxa niður forskotið en það dugði ekki til og niðurstaðan þrettán stiga sigur Þórsara, 113-100.

Daniel Mortensen var frábær fyrir Þórsara með 26 stig og sömuleiðis Luciano Massarelli en hann skoraði 25 stig og gaf 7 stoðsendingar. Ronaldas Rutkauskas var góður með 23 stig og 12 fráköst, Glynn Watson skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þá skoraði Davíð Arnar Ágústsson 12 stig.

Sömu lið mætast svo aftur á fimmtudaginn í fyrstu umferð úrvalsdeilarinnar en leikurinn fer fram í Njarðvík og hefst klukkan 18:15.