Þór og Njarðvík mætast í Meistarar meistaranna

Körfuboltatímabilið hjá Þórsurum er handan við hornið og er fyrsti leikur úrvalsdeildar karla eftir viku.

Á morgun mun þó koma í ljós hvaða lið verður meistari meistaranna en þá mætast Íslandsmeistarar Þórs og bikarmeistarar Njarðvíkur í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer miðasala fram í appinu Stubbur.

Fjölmennum á völlinn og styðjum okkar drengi til sigurs.