Digiqole ad

Þollóween leitar eftir stuðning

 Þollóween leitar eftir stuðning

Nú er undirbúningur fyrir Þollóween kominn á fullt og stefnir í stórglæsilega hátíð. Líkt og fyrr þá er hátíðin samfélagslegt verkefni þar sem nokkrar kröftugar og hugmyndaríkar konur úr þorpinu sjá alfarið um undirbúning og framkvæmd í sjálfboðavinnu.

Nú vantar aðeins upp á að félagið eigi fyrir dagskránni sem nefndinni langar að bjóða upp á í ár svo þær ákváðu að freysta þess að setja reikningsupplýsingar félagsins út í kosmósið og sjá hvort fólk og/eða fyrirtæki hér í bæ geti hjálpast að við að leggja til fjármagn. Margt smátt gerir eitt stórt.

Sem fyrr er miðað við að hafa viðburði fyrir allan aldur og eru allir fjölskylduviðburðir fríir. Hátíðin mun standa yfir 25.-30. október🎃

Viðburðarfélagið Þollóween
kt. 621018-1400
Rn. 0152-26-020020