Þórsarar fá Vestra í heimsókn

Fyrsti heimaleikur Þórsara í úrvalsdeild karla í körfubolta fer fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn klukkan 18:15 í kvöld.

Þórsarar mættu ekki nógu vel stilltir til leiks í Njarðvík í fyrsta leik tímabilsins. Vænta má að okkar menn mæti af fullum krafti til leiks gegn nýliðum Vestra í kvöld en þeir töpuðu naumlega fyrir Keflavík í fyrstu umferð eftir tvíframlengdan leik.

Fjölmennum á völlinn og styðjum okkar menn. Hægt verður að kaupa miða í appinu Stubbur.