Halldóra kosin 3. varaforseti ASÍ

Þorlákshafnarbúinn Halldóra Sigríður Sveinsdóttir var í dag kosin 3. varaforseti ASÍ á fundi miðstjórnar sambandsins.

Ragnar Þór Ingólfsson hefur gegnt embætti 3. varaforseta en verður 2. varaforseti eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir ASÍ í byrjun mánaðarins.

Halldóra sem er 61 árs hefur verið formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi frá árinu 2010. Hún hefur setið sem aðalmaður í miðstjórn ASÍ frá árinu 2018 og tekið þátt í fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum hreyfingarinnar að auki.