Flestir í einangrun í Þorlákshöfn á Suðurlandi

17 einstaklingar eru í einangrun vegna Covid-19 í Þorlákshöfn og 26 eru í sóttkví.

Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands en 66 manns eru í einangrun í öllu umdæmi HSU, lang stærsti hluti þeirra sem eru í einangrun á svæðinu eru í Þorlákshöfn.

Eins og við greindum frá í gær þá verður leikskólinn Bergheimar lokaður í dag og á morgun, þriðjudaginn 14. desember vegna Covid-19 smita í leikskólanum. Þá hefur körfuknattleiksdeild Þórs ákveðið að fella niður æfingar í dag og á morgun.

Uppfært klukkan 17:00:

Æfingin hjá badmintondeild Þórs fellur niður í dag af sömu ástæðu.