Afmælisrósin

Á síðastliðnu ári

Í þessu Covid fári

Kviknaði sú hugmynd hér

Að gefa eitthvað meira af sér

Hugur fór um víðan völl

Því væntumþykju viljum við öll

Það þarf ekki stórt að vera

Til að raunverulega af sér gefa

Niðurstaðan var því sú

Að huga að ákveðnum hópi nú

Okkar eldri mega ekki gleymast

Og ekki bara í huganum geymast

Vildum hugað að ykkar ljósum

Og dreifðum því út litlum rósum

Með von um að ljósið bjarta

Fylli ykkar hjarta

Til gamans við gerðum í leynd

Og vonum að vel hafi reynst

Til borgara okkar heldri

Sem urðu árinu eldri

Vonum að veitt hafi gleði

Og upplyft ykkar geði

Er nú hækkandi sól

Og segjum því gleðileg jól

Ákveðið var að gefa þeim íbúum í Sveitarfélaginu Ölfusi sem urðu 70, 75, 80 ára og eldri á árinu 2021 smá afmælisgjöf í formi rósar. Viljum við eindregið hvetja aðra til að gefa örlítið af sér í samfélagið. Það þarf ekki að vera mikið til þess að veita gleðina.

Viljum við koma á framfæri bestu þökkum til Berþóru í Bjarkarblóm fyrir aðstoðina.

Bestu jóla- og nýárs kveðjur

Jólasveinninn í Ölfusi