Sýnataka hefst í Þorlákshöfn á morgun

Á morgun, föstudaginn 14. janúar, verður mögulegt að fara í sýnatökur vegna COVID-19 í Þorlákshöfn og verður opið alla virka daga frá klukkan 9-11.

Bæði verður í boði að fara í PCR sýnatöku og hraðpróf. Sýnatökur munu fara fram í Ráðhúsi Ölfuss. Gengið er inn að vestanverðu en bílastæði eru að austanverðu.