Baráttusigur í Breiðholti

Þórsarar unnu frábæran 90-88 baráttusigur gegn ÍR í Breiðholtinu í kvöld. Með sigrinum fóru Þórsarar í topp­sæti úrvalsdeildar karla í körfu­bolta. Íslandsmeistararnir er nú með 22 stig, tveim­ur meira en Kefla­vík og Njarðvík sem eiga leik til góða.

Þórsarar leiddu mest allan leikinn en ÍR-ingar voru þó aldrei langt á undan. ÍR fékk gott tæki­færi til að jafna met­in á loka­sek­únd­un­um en fóru illa að ráði sínu í síðustu sókninni og tveggja stiga sigur Þórsara í höfn.

Glynn Watson var frábær í kvöld og skoraði 39 stig, tók 7 frá­köst og gaf 8 stoðsend­ing­ar. Daniel Morten­sen var einnig flottur með 19 stig og Ronaldas Rutkauskas bætti við 15 stigum og 9 fráköstum. Nýji leikmaður Þórs, Kyle Johnson, setti niður 9 stig og tók 5 fráköst á 15 mínútum. Luciano Massarelli setti 6 stig og Emil Karel 2.