Ferðamálafélag Ölfus 25 ára

Á þessu ári hefur FFMÖ starfað í 25 ár og er ánægjulegt að hugsa til þess að lítið félag sem stofnað var af dugmiklu fólki hér í sveitarfélaginu hafi náð að starfa svo lengi. Félagið hefur staðið fyrir ógrynni af kvöldgöngum á þessum árum. Flestar þeirra hér á okkar heimaslóðum enda margar fallegar gönguleiðir í nærumhverfinu okkar og oft fylgir þeim líka saga.

Göngurnar eru fjölbreyttar og henta því flestum. Á hverju ári er farin Jónsmessuganga og eru þær ferðir heldur lengri en aðrar kvöldgöngur. Um miðjan ágúst hafa svo verið farnar lengri ferðir víðsvegar um landið og er þá fundin einhver góður staður til að vera á og gönguferðir skipulagðar út frá gististað.

Á hverju ári er gefin út lítill bæklingur með dagskrá ársins og er hann borin út á öll heimili í sveitarfélaginu. Ferðirnar eru allar auglýstar á fb síðu félagsins og einnig eru tímasetningar í þær á viðburðardagatali Ölfus.

Allir eru velkomnir í þessar göngur og ekki er skilyrði að vera í félaginu.

Hlökkum til að sjá ykkur í göngu. Lagt er af stað í allar ferðir frá planinu við Selvogsbraut 41.

Kveðja frá stjórn félagsins.
Björg Halldórsdóttir
Lilja B Guðjónsdóttir
Unnur Erla Malmquist
Vigfús G Gíslason