Þórsarar geta orðið bikarmeistarar í fyrsta sinn í dag

Það er komið að þessu. Þór mætir Stjörnunni í úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta í dag.

Leikurinn hefst klukkan 16:45 og fer fram í Smáranum í Kópavogi.

Þórsarar eiga möguleika á að vinna fyrsta bikarmeistaratitil í sögu liðsins og skiptir stuðningurinn öllu máli eins og Davíð Arnar Ágústsson leikmaður Þórs sagði í pistli til íbúa Ölfuss á Facebook í gær:

„Við eigum öflugustu stuðningsmenn landsins og þeir hafa oftar en ekki verið það litla sem skilur á milli í jöfnum og spennandi leikjum! Orkan sem þið gefið okkur er ekki hægt að lýsa með orðum! Hlakka til að sjá ykkur öll á morgun í grænu að öskra okkur strákana áfram og við munum gefa allt sem við eigum í þennan leik!“

Davíð Arnar Ágústsson ( Dabbi kóngur)

Fjölmennum í grænu á völlinn en miðasala fer fram í appinu Stubbur.