Frambjóðendur bjóða heim

Frambjóðendur XB Framfarasinna hafa átt góð og gefandi samtöl við íbúa sveitarfélagsins vítt og breitt á undanförnum dögum. Nú er komið að næsta heimboði. Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir, 4. sæti XB Framfarasinna, býður til fundar í Ísleifsbúð 2 þriðjudaginn 19. apríl 2022 kl. 17. Sérstakur gestur verður Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra. 

Boðið verður upp á súpu og brauð. Málefni barna og fjölskyldna varða okkur öll. Við hlökkum til að sjá sem flesta – allir velkomnir!