Við starfsfólk Níunnar viljum koma sjónarmiðum okkar á framfæri þar sem okkur finnst að okkur vegið í okkar starfi með greinarskrifum seinustu vikurnar.

Hér er veitt meiri þjónusta en tíðkast í flestum nágranna sveitarfélögum okkar og það verður að hafa í huga að í covid ástandinu þá þurfti að fara eftir reglum Landlæknis. Að sjálfsögðu veiktist fólk hér eins og annars staðar. Við teljum okkur þó hafa leyst það verkefni vel líkt og annað starfsfólk sveitarfélagsins sem er í framvarðarsveitinni.

Í þessari kosningabaráttu hafa sum framboð boðað að fara aftur í fyrra fyrirkomulag hér á Níunni. Teljum við það vera mikla afturför. Í þessu nýja skipulagi er okkur treyst fyrir vinnunni okkar og við erum mjög ánægðar með þetta nýja skipulag þar sem við höfum allar áhrif og hjálpumst allar að.

Við erum einnig sárar yfir því að í þessari baráttu hafi starfið okkar verið talað niður. Við erum ekki með neina sleggjudóma og við erum ekki með hroka við gamla fólkið þó ýjað hafi verið að því í greinarskrifum sumra framboða. Við erum ánægðar með núverandi fyrirkomulag og stoltar af okkar framlagi og starfsemi hér á Níunni.

Starfsfólk Níunnar

Kristbjörg Gunnarsdóttir
Gróa Steina Ævarr Erlingsdóttir
Lína Björk Ívarsdóttir
Hólmfríður Jóna Jóhannsdóttir
Lilja María Ívarsdóttir
Sesselja Sólveig Pétursdóttir
Rakel Daðadóttir