Ægismenn á toppinn eftir stórsigur

Ægismenn tilltu sér á toppinn í 2. deildinni í fótbolta eftir frábæran sigur á KFA í veðurblíðunni í Þorlákshöfn í dag.

Bjarki Rúnar Jónínuson kom Ægismönnum yfir á 25. mínútu leiksins. Dimitrije Cokic kom liðinu í 2-0 tíu mínútum fyrir hálfleik. Ágúst Karel Magnússon skoraði svo þriðja og siðasta mark Ægismanna á 57. mínútu og því 3-0 sigur Ægis staðreynd.