Gestabók á Litla Meitli

Af tilefni 25 ára afmæli Ferðamálafélagi Ölfus gekk hópur á vegum félagsins á Litla Meitil og kom þar fyrir gestabók.

Litli Meitill er stundum kallaður bæjarfjall Þorlákshafnarog er gönguleiðin þar upp nokkuð þægileg að mestu melar og mólendi í bland við brekkur og hentar því flestum. Heildar hækkun tæpir 300 m og vegalengd 3 – 4 km.

Best er að hefja gönguna framan við fjalliðþar s4em heitir Meitilstagl. Þar er slóði út af veginum á móts við vegi að Sandfelli.

Gönguslóðinn er nokkuð greinilegur og þegar upp er komið er útsýnið ósvikið. Hægt er að fara aðrar leiðir niður og lengja gönguna.
Þetta er tilvalin ganga fyrir fjölskyldur og sniðugt að taka með smá nesti, búa sig eftir aðstæðum og gefa sér góðan tíma til að njóta.

Vonum að sem flestir leggi leið sína þangað upp og skrái sig í gestabókinaog njóti ferðarinnar. Á myndakvöldi félagsins í október verða svo dregnir út vinninaar úr hópi þeirra sem dkráðu sig.

Góða ferð Stjórn félagsins