Emma Hrönn komin heim í Hamar-Þór

Emma Hrönn Hákonardóttir skrifaði í gær undir samning um að spila með Hamar-Þór á komandi tímabili í 1. deildinni.

Emma Hrönn er uppalin Þórsari en spilaði síðustu tvö tímabil með Fjölni. Emma Hrönn varð á síðasta tímabili bikarmeistari með stúlknaflokki Fjölnis, deildarmeistari með meistaraflokki sem spilaði í Subway deildinni ásamt því að vera valin í u-18 ára landslið Íslands.

„Emma Hrönn er frábær viðbót við okkar unga og efnilega lið og það verður spennandi að fylgjast með liðinu á næsta tímabili. Velkomin heim í Hamar-Þór Emma Hrönn,“ segir í tilkynningu Hamars-Þórs.